Nýnasistar eru enn á ferð í Þýskalandi 23. október 2006 07:45 Mótmæli nýnasista í Berlín Þeir lýstu stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi fyrir að hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. MYND/AP Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning. Erlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning.
Erlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira