Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum 26. október 2006 00:01 Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“ Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Í beinni: Tottenham - Wolves | Stigalausir Úlfar mæta Spurs Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Í beinni: Tottenham - Wolves | Stigalausir Úlfar mæta Spurs Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn