Peningaskápurinn ... 27. október 2006 00:01 Auðkýfingar ásælast Bond-bílinnFranski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.Bílarnir eru breskir og hefur kvennagullið og njósnari hennar hátignar, James Bond, ekið um í bifreiðum frá Aston Martin í nokkrum kvikmyndum um ævintýri hans, síðast í Die Another Day, sem tekin var upp að hluta hér á landi. Arnault og Frere eru með ríkustu mönnum Evrópu. Arnault er sjöundi ríkasti maður í heimi samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes en Frere er ríkasti maður í Belgíu. Í fjárfestingasjóðnum verður einn milljarður evra, ríflega 86 milljarðar íslenskra króna.Sony hugsar um neytendurnaSony beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að leikjatölvan PlayStation 3 berist strax til Evrópu. Tölvan fer hins vegar á markað í Japan og Bandaríkjunum í næsta mánuði, en á ekki að koma til Evrópu fyrr en í mars. Harðir leikjatölvuunnendur sem hér hafa beðið óþreyjufullir eru því skiljanlega sárir yfir því að verða með þeim síðustu til að fá leikjatölvuna. Talsmaður Sony segir fyrirtækið hins vegar bera hag neytenda fyrir brjósti, ekki sé enn hægt að spila leiki fyrir eldri útgáfur í þeirri nýju, auk þess sem ekki sé hægt að spila Blu-ray diska, sem gefnir hafa verið út í Evrópu í leikjatölvum frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir sem keypt hafi tölvu þaðan og reyndu að nota í Evrópu sætu því uppi með leikjatölvu sem þeir gætu ekki notað. Í mars á hins vegar að vera búið að búa þannig um hnútana að tölvan ráði við evrópsku Blu-ray diskana. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Auðkýfingar ásælast Bond-bílinnFranski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.Bílarnir eru breskir og hefur kvennagullið og njósnari hennar hátignar, James Bond, ekið um í bifreiðum frá Aston Martin í nokkrum kvikmyndum um ævintýri hans, síðast í Die Another Day, sem tekin var upp að hluta hér á landi. Arnault og Frere eru með ríkustu mönnum Evrópu. Arnault er sjöundi ríkasti maður í heimi samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes en Frere er ríkasti maður í Belgíu. Í fjárfestingasjóðnum verður einn milljarður evra, ríflega 86 milljarðar íslenskra króna.Sony hugsar um neytendurnaSony beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að leikjatölvan PlayStation 3 berist strax til Evrópu. Tölvan fer hins vegar á markað í Japan og Bandaríkjunum í næsta mánuði, en á ekki að koma til Evrópu fyrr en í mars. Harðir leikjatölvuunnendur sem hér hafa beðið óþreyjufullir eru því skiljanlega sárir yfir því að verða með þeim síðustu til að fá leikjatölvuna. Talsmaður Sony segir fyrirtækið hins vegar bera hag neytenda fyrir brjósti, ekki sé enn hægt að spila leiki fyrir eldri útgáfur í þeirri nýju, auk þess sem ekki sé hægt að spila Blu-ray diska, sem gefnir hafa verið út í Evrópu í leikjatölvum frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir sem keypt hafi tölvu þaðan og reyndu að nota í Evrópu sætu því uppi með leikjatölvu sem þeir gætu ekki notað. Í mars á hins vegar að vera búið að búa þannig um hnútana að tölvan ráði við evrópsku Blu-ray diskana.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira