Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið höfðar mál

Jónas Fr. Jónsson, Jónas er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson, Jónas er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ákveðið að höfða dómsmál til ógildingar úrskurði kærunefndar frá því í sumar varðandi Sparisjóð Hafnarfjarðar (SPH). Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent.

„Okkar mat er að í máli þessu reyni á grundvallarþætti varðandi hlutverk og getu Fjármálaeftirlitsins til að stuðla að traustri fjármálastarfsemi í landinu," segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sem er ósammála niðurstöðum kærunefndar og telur rökstuðningi áfátt. „Í málinu reynir á mikilvæg atriði fyrir íslenskan fjármálamarkað sem snýr að virkni lagaákvæða og getu eftirlitsins til þess að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki," segir jafnframt í tilkynningu eftirlitsins vegna málsins.

Í lögum eru sérstök ákvæði um virkan eignarhlut í sparisjóðum sem miða meðal annars að því að tryggja dreifða eignaraðild. Þannig má enginn fara með meira en fimm prósent atkvæðisréttar og bara hægt að mynda virkan eignarhlut vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar eða aukinnar samvinnu sparisjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×