Aldrei lent í öðru eins 31. október 2006 11:00 Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti