Norrænu samstarfi beitt til að auka samkeppnishæfi 1. nóvember 2006 06:15 Halldór Ásgrímsson segist horfa til þess með tilhlökkun að takast á við starf framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi. Erlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi.
Erlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira