Þrír þýskir hermenn játa 1. nóvember 2006 05:30 Sláandi myndir Þjóðverjar eru miður sín yfir myndum sem birst hafa í þýskum fjölmiðlum af þýskum hermönnum í Afganistan sem sýna mennskum líkamsleifum vanvirðingu. MYND/AP Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe. Erlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe.
Erlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira