Fyrsti feðradagurinn framundan 1. nóvember 2006 07:15 Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum." Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum."
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira