Fyrsti feðradagurinn framundan 1. nóvember 2006 07:15 Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum." Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira
Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum."
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira