Nýjar árásir á Gaza-strönd 2. nóvember 2006 06:45 Jarðarför í Beit Lahija. Ættingi eins af palestínsku stríðsmönnunum, sem féllu í árás Ísraelshers í gærmorgun, fórnar höndum í jarðarför hans, sem fór fram strax í gær. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni auk fótgönguliða. MYND/AP Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu. Erlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu.
Erlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira