Kerry baðst forláts 3. nóvember 2006 04:00 Bush er á ferð og flugi milli kosningafunda þessa dagana. Þarna er hann að leggja af stað frá Washington vestur á bóginn til Nevada, Montana og Missouri. MYND/AP Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“ Erlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“
Erlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira