Saddam Hussein dæmdur til dauða 6. nóvember 2006 06:15 Íbúar borgarinnar Samarra norður af Bagdad mótmæla dauðadómnum yfir honum í gær. Óttast er að dómurinn verði olía á eld átaka ólíkra fylkinga í landinu. MYND/AP Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins. Erlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins.
Erlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira