Fimm nefndir sem hugsanlegir eftirmenn 7. nóvember 2006 08:15 Formaðurinn og framkvæmdastjórinn Eggert Magnússon og Geir Þorsteinsson kynna ársskýrslu KSÍ. Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Hann hefur þegar staðfest að takist honum það muni hann láta af formennsku í KSÍ sem og hætta sem meðlimur í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Sú umræða hefur áður komist á kreik um hver tæki hugsanlega við formennsku KSÍ af Eggerti fari svo að hann hætti. Hún er nú komin aftur á fullt skrið í tengslum við þreifingar Eggerts í Englandi. Nú eru fimm menn helst nefndir til sögunnar sem gætu haft áhuga og getu til að taka við embættinu. Þeir eru Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og Gunnar Sigurðsson sem hefur lengi starfað í þágu knattspyrnunnar á Akranesi. Fréttablaðið hafði samband við nokkra úr þessum hópi sem voru misviljugir að tjá sig um málið. Flestum fannst þeim ótímabært að koma þessu máli á yfirborðið þar sem Eggert er enn í starfi. Engu að síður vildi enginn beinlínis neita að áhugi viðkomandi væri fyrir hendi. Gunnar Sigurðsson sagði að það gæti vel verið að hann hefði áhuga á starfinu. Hann var sjálfur lengi í stjórn KSÍ og þekkir því vel til starfans. „Þessi vettvangur er mér vel kunnugur. KSÍ hefur verið að vinna mjög spennandi starf og ég hefði áhuga á að taka þátt í því,“ sagði Gunnar. Jónas Kristinsson hefur lengi starfað fyrir knattspyrnudeild KR og sinnt þar störfum í tuttugu ár. Hann þekkir því einnig afar vel til hreyfingarinnar og hefur þar að auki sterkar skoðanir á málefnum sem lúta að KSÍ. Guðni er landsþekktur knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann hefur hingað til ekki látið til sín taka á þessum vettvangi en áhugi hans á málefninu liggur í augum uppi. Þeir sem til þekkja segja hann efnilegan í starfið. Geir og Halldór eru hátt settir í KSÍ í dag, Geir sem framkvæmdastjóri og Halldór sem varaformaður. Þeir hafa því báðir þá reynslu og þekkingu sem til þarf og þykja koma afar sterklega til greina. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Hann hefur þegar staðfest að takist honum það muni hann láta af formennsku í KSÍ sem og hætta sem meðlimur í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Sú umræða hefur áður komist á kreik um hver tæki hugsanlega við formennsku KSÍ af Eggerti fari svo að hann hætti. Hún er nú komin aftur á fullt skrið í tengslum við þreifingar Eggerts í Englandi. Nú eru fimm menn helst nefndir til sögunnar sem gætu haft áhuga og getu til að taka við embættinu. Þeir eru Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og Gunnar Sigurðsson sem hefur lengi starfað í þágu knattspyrnunnar á Akranesi. Fréttablaðið hafði samband við nokkra úr þessum hópi sem voru misviljugir að tjá sig um málið. Flestum fannst þeim ótímabært að koma þessu máli á yfirborðið þar sem Eggert er enn í starfi. Engu að síður vildi enginn beinlínis neita að áhugi viðkomandi væri fyrir hendi. Gunnar Sigurðsson sagði að það gæti vel verið að hann hefði áhuga á starfinu. Hann var sjálfur lengi í stjórn KSÍ og þekkir því vel til starfans. „Þessi vettvangur er mér vel kunnugur. KSÍ hefur verið að vinna mjög spennandi starf og ég hefði áhuga á að taka þátt í því,“ sagði Gunnar. Jónas Kristinsson hefur lengi starfað fyrir knattspyrnudeild KR og sinnt þar störfum í tuttugu ár. Hann þekkir því einnig afar vel til hreyfingarinnar og hefur þar að auki sterkar skoðanir á málefnum sem lúta að KSÍ. Guðni er landsþekktur knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann hefur hingað til ekki látið til sín taka á þessum vettvangi en áhugi hans á málefninu liggur í augum uppi. Þeir sem til þekkja segja hann efnilegan í starfið. Geir og Halldór eru hátt settir í KSÍ í dag, Geir sem framkvæmdastjóri og Halldór sem varaformaður. Þeir hafa því báðir þá reynslu og þekkingu sem til þarf og þykja koma afar sterklega til greina.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira