Acer komið upp fyrir Dell í borðtölvum 8. nóvember 2006 00:01 Fartölvur ACER Tölvur Acer eru sagðar hafa „valdið usla“ á tölvumarkaði í Evrópu, en þar hefur merkið verið að sækja mjög í sig veðrið, samkvæmt mælingu Gartner. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Hingað til hefur Acer ekki náð að skáka eldri risum tölvugeirans nema í fartölvusölu þar sem fyrirtækið heldur enn forskoti sínu. Í tölum Gartner kemur einnig fram að borðtölvusala hafi aukist um 6,7 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Gögn um vöxt upplýsingatæknigeirans í heild benda til meðalvaxtar upp á 12,3 prósent á ársgrundvelli. Acer þykir hins vegar hafa slegið met í vexti því þar mælist aukningin þrefalt meiri, eða 37,1 prósent. Daníel Rúnarsson, markaðsstjóri Svar tækni, umboðsaðila Acer hér á landi, segir Evrópumarkaðinn hafa gengið mjög vel hjá fyrirtækinu. „HP hefur alltaf verið númer eitt, Dell númer tvö og svo Acer í þriðja sæti, þannig að okkur þykja þetta nú töluverð tímamót," segir hann, en er þó ekki viss um að mæling Gartner endurspegli stöðuna sem hér er á markaði, en engar tölur eru hér til um markaðshlutdeild einstakra vörumerkja. „Þetta hins vegar staðfestir tilfinningu okkar um gengi Acer hér heima. Fartölvusala hefur gengið mjög vel og borðtölvusala aukist jafnt og þétt." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Hingað til hefur Acer ekki náð að skáka eldri risum tölvugeirans nema í fartölvusölu þar sem fyrirtækið heldur enn forskoti sínu. Í tölum Gartner kemur einnig fram að borðtölvusala hafi aukist um 6,7 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Gögn um vöxt upplýsingatæknigeirans í heild benda til meðalvaxtar upp á 12,3 prósent á ársgrundvelli. Acer þykir hins vegar hafa slegið met í vexti því þar mælist aukningin þrefalt meiri, eða 37,1 prósent. Daníel Rúnarsson, markaðsstjóri Svar tækni, umboðsaðila Acer hér á landi, segir Evrópumarkaðinn hafa gengið mjög vel hjá fyrirtækinu. „HP hefur alltaf verið númer eitt, Dell númer tvö og svo Acer í þriðja sæti, þannig að okkur þykja þetta nú töluverð tímamót," segir hann, en er þó ekki viss um að mæling Gartner endurspegli stöðuna sem hér er á markaði, en engar tölur eru hér til um markaðshlutdeild einstakra vörumerkja. „Þetta hins vegar staðfestir tilfinningu okkar um gengi Acer hér heima. Fartölvusala hefur gengið mjög vel og borðtölvusala aukist jafnt og þétt."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira