Andstæða forverans 10. nóvember 2006 04:00 Gates og Bush Væntanlegur varnarmálaráðherra ásamt forseta Bandaríkjanna. MYNF/AFP Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M. Erlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M.
Erlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira