Sjötíu prósent vilja frekari takmarkanir á dvalarleyfum 10. nóvember 2006 03:30 Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira