Avion verður óskabarnið 11. nóvember 2006 10:40 Stjórn Avion Group leggur það til fyrir hluthafafund félagsins að nafni þess verði breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands sem rekur sögu sína aftur til upphafs fyrri heimsstyrjaldar. Eftir að Avion seldi á dögunum eignarhluti fyrir milljarða króna eru um þrír fjórðu hlutar af starfsemi fyrirtækisins bundnir í Eimskip. Í febrúar árið 2004 var heiti móðurfélagsins Hf. Eimskipafélag Íslands breytt í Burðarás við breytingu á stefnu félagsins frá því að vera flutningafélag yfir í fjárfestingafélag. Eimskip varð dótturfélag Burðaráss, er sinnti hreinni skipastarfsemi. Einn helsti hvatamaður þessara breytinga var Björgólfur Thor Björgólfsson, þáverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins, sem nú hefur tekið sér stóra stöðu í Avion Group ásamt fleiri fjárfestum í gegnum Gretti. Sagan gengur í hringiÞótt Burðarás hafi síðar selt Eimskip til Avion var augljóst að stjórnarformaðurinn hafði mikla trú á Eimskip: „Flutningastarfsemi, hvaða nafni sem hún nefnist, á bjarta framtíð fyrir höndum og verður ánægjulegt að fylgjast með hvernig félagið mun virkja hina miklu og verðmætu reynslu og þekkingu starfsfólks félagsins, nær og fjær, til að takast á við áskoranir vaxandi alþjóðlegrar samkeppni," sagði Björgólfur Thor í ræðu á aðalfundi Eimskips 2004. Þetta sögufræga skipafélag hefur verið á blússandi siglingu á þessu ári, tekið yfir þrjú fyrirtæki á skömmum tíma, stefnir í eitt hundrað milljarða króna veltu á næsta ári og tekur brátt yfir franska nafnið Avion. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Stjórn Avion Group leggur það til fyrir hluthafafund félagsins að nafni þess verði breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands sem rekur sögu sína aftur til upphafs fyrri heimsstyrjaldar. Eftir að Avion seldi á dögunum eignarhluti fyrir milljarða króna eru um þrír fjórðu hlutar af starfsemi fyrirtækisins bundnir í Eimskip. Í febrúar árið 2004 var heiti móðurfélagsins Hf. Eimskipafélag Íslands breytt í Burðarás við breytingu á stefnu félagsins frá því að vera flutningafélag yfir í fjárfestingafélag. Eimskip varð dótturfélag Burðaráss, er sinnti hreinni skipastarfsemi. Einn helsti hvatamaður þessara breytinga var Björgólfur Thor Björgólfsson, þáverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins, sem nú hefur tekið sér stóra stöðu í Avion Group ásamt fleiri fjárfestum í gegnum Gretti. Sagan gengur í hringiÞótt Burðarás hafi síðar selt Eimskip til Avion var augljóst að stjórnarformaðurinn hafði mikla trú á Eimskip: „Flutningastarfsemi, hvaða nafni sem hún nefnist, á bjarta framtíð fyrir höndum og verður ánægjulegt að fylgjast með hvernig félagið mun virkja hina miklu og verðmætu reynslu og þekkingu starfsfólks félagsins, nær og fjær, til að takast á við áskoranir vaxandi alþjóðlegrar samkeppni," sagði Björgólfur Thor í ræðu á aðalfundi Eimskips 2004. Þetta sögufræga skipafélag hefur verið á blússandi siglingu á þessu ári, tekið yfir þrjú fyrirtæki á skömmum tíma, stefnir í eitt hundrað milljarða króna veltu á næsta ári og tekur brátt yfir franska nafnið Avion.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira