NATO-ríkin taki sig á 14. nóvember 2006 05:45 De Hoop Scheffer í Búdapest Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, og ungverski varnarmálaráðherrann, Imre Szekeres ,skoða heiðursvörð í Búdapest í gær. MYND/AP Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna. Erlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarríkin að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í heimsókn til Búdapest, en hann er nú á heimsóknarúnti milli höfuðborga NATO-landanna til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga í lok mánaðarins. Hann minnti á að eins og sakir standa eyða einungis sjö af aðildarríkjunum 26 fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, en það eru þau mörk sem bandalagið ætlast til að hvert og eitt aðildarríki verji að lágmarki í þennan málaflokk. „Þetta er röng þróun fyrir bandalag sem er metnaðarfullt og stendur frammi fyrir síauknum kröfum um þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og leiðöngrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir de Hoop Scheffer. Ísland er eina NATO-landið sem ekki hefur útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun Ísland geta talið eftirfarandi sem útgjöld til varnarmála: kostnað við hið fyrirhugaða nýja varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, framlagið í mannvirkjasjóð NATO sem Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja greiðslur í, bein framlög til aðgerða NATO, svo sem í Afganistan, og hugsanlega rekstrarkostnað varnarmálaskrifstofunnar, en engin formleg tilraun hefur verið gerð til slíks útreiknings. Taki Íslendingar að fullu við rekstri Ratsjárstofnunar eftir að ábyrgð Bandaríkjamanna á honum sleppir í ágúst á næsta ári mun sá kostnaður tvímælalaust teljast útgjöld til varnarmála, en hann nemur mörg hundruð milljónum króna á ári. Hugsanlega mætti einnig reikna rekstur Landhelgisgæslunnar með. Kostnaður við Íslensku friðargæsluna er talinn framlag til þróunarmála og þyrfti því að endurskilgreina ef hann ætti að teljast framlag til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum króna.
Erlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira