Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára 16. nóvember 2006 00:01 fréttablaðið/scanpix Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira