Biður Íslendinga að íhuga stöðu Ísraela 16. nóvember 2006 06:00 Miryam Shomrat Sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Ósló. fréttablaðið/Vilhelm MYND/Vilhelm Ísrael Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, segir íslenska stjórnmálamenn sem hún ræddi við í gær og fyrradag einblína um of á „atvikið í Beit Hanoun“ í síðustu viku, þar sem nítján óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í árás Ísraelshers á Gaza. Árásinni var annars beint gegn skæruliðum Palestínumanna sem stunda það að varpa sprengjum yfir landamærin. Það leyndi sér annars ekki í gær að Ísraelsher hefði orðið lítið ágengt í að stöðva slíkar árásir frá Gaza, er að minnsta kosti sjö sprengiflaugum var varpað yfir landamærin. Ein sprengjan lenti í miðbæ Sderot, rétt hjá heimili ísraelska varnarmálaráðherrans, og banaði einni konu og særði ungan karlmann alvarlega. Að sögn AP-fréttastofunnar var þetta fyrsta dauðsfallið sem slíkar sprengiflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza hafa valdið í Ísrael frá því í septem-ber í fyrra. Sendiherrann segir að ísraelsk stjórnvöld harmi mjög það sem gerðist í Beit Hanoun og ítrekar að „að sjálfsögðu beinir Ísraelsher vopnum sínum ekki vísvitandi að óbreyttum borgurum“, öfugt við palestínsku skæruliðana sem beini árásum sínum nær eingöngu að ísraelskum borgurum. Shomrat segir erindi sitt til Íslands nú aðallega hafa verið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og biðja Íslendinga, sem vinveitta lýðræðisþjóð, að íhuga þá aðstöðu sem Ísrael væri í og hvernig ísraelskum stjórnvöldum bæri skylda til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að reyna að tryggja öryggi íbúa landsins. Sendiherrann skorar enn fremur á Íslendinga og aðrar þjóðir alþjóðasamfélagsins til að láta ekki af þrýstingnum á palestínsk stjórnvöld fyrr en þar er til valda komin stjórn sem uppfyllir þessi þrjú meginskilyrði: viðurkenni Ísraelsríki, viðurkenni þá samninga sem áður hafa verið gerðir milli Ísraels og Palestínumanna, þar á meðal Óslóarsamkomulagið svonefnda, og loks í þriðja lagi sverji af sér beitingu ofbeldis til að ná fram markmiðum sínum. Shomrat biður jafnframt allar þjóðir heims, sem styðja tilverurétt Ísraels, að taka höndum saman um að hindra að Írönum takist að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Erlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Ísrael Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, segir íslenska stjórnmálamenn sem hún ræddi við í gær og fyrradag einblína um of á „atvikið í Beit Hanoun“ í síðustu viku, þar sem nítján óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í árás Ísraelshers á Gaza. Árásinni var annars beint gegn skæruliðum Palestínumanna sem stunda það að varpa sprengjum yfir landamærin. Það leyndi sér annars ekki í gær að Ísraelsher hefði orðið lítið ágengt í að stöðva slíkar árásir frá Gaza, er að minnsta kosti sjö sprengiflaugum var varpað yfir landamærin. Ein sprengjan lenti í miðbæ Sderot, rétt hjá heimili ísraelska varnarmálaráðherrans, og banaði einni konu og særði ungan karlmann alvarlega. Að sögn AP-fréttastofunnar var þetta fyrsta dauðsfallið sem slíkar sprengiflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza hafa valdið í Ísrael frá því í septem-ber í fyrra. Sendiherrann segir að ísraelsk stjórnvöld harmi mjög það sem gerðist í Beit Hanoun og ítrekar að „að sjálfsögðu beinir Ísraelsher vopnum sínum ekki vísvitandi að óbreyttum borgurum“, öfugt við palestínsku skæruliðana sem beini árásum sínum nær eingöngu að ísraelskum borgurum. Shomrat segir erindi sitt til Íslands nú aðallega hafa verið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og biðja Íslendinga, sem vinveitta lýðræðisþjóð, að íhuga þá aðstöðu sem Ísrael væri í og hvernig ísraelskum stjórnvöldum bæri skylda til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að reyna að tryggja öryggi íbúa landsins. Sendiherrann skorar enn fremur á Íslendinga og aðrar þjóðir alþjóðasamfélagsins til að láta ekki af þrýstingnum á palestínsk stjórnvöld fyrr en þar er til valda komin stjórn sem uppfyllir þessi þrjú meginskilyrði: viðurkenni Ísraelsríki, viðurkenni þá samninga sem áður hafa verið gerðir milli Ísraels og Palestínumanna, þar á meðal Óslóarsamkomulagið svonefnda, og loks í þriðja lagi sverji af sér beitingu ofbeldis til að ná fram markmiðum sínum. Shomrat biður jafnframt allar þjóðir heims, sem styðja tilverurétt Ísraels, að taka höndum saman um að hindra að Írönum takist að koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Erlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira