Kaupa meira í HB Granda 17. nóvember 2006 06:30 Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra. Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra.
Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira