Norsk Hydro vill reisa álver á Íslandi 17. nóvember 2006 03:00 Norsk Hydro hyggur á landvinninga hér á landi og vill reisa álver. MYND/vilhelm Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira