Faðir hins myrta segir nýja uppreisn hafa byrjað í gær 24. nóvember 2006 06:00 Amin Gemayel, fyrrverandi forseti Líbanons, syrgir son sinn, Pierre Gemayel, sem myrtur var á þriðjudaginn. MYND/AP Hundruð þúsunda íbúa Líbanons fylgdu Pierre Gemayel, hinum myrta ráðherra, til grafar í gær. Útförin snerist því upp í fjölmenn mótmæli gegn Sýrlandi og áhrifum Sýrlendinga í landinu. „Önnur sjálfstæðisuppreisn hófst í dag og stefnir til breytinga. Hún mun ekki nema staðar,“ sagði Amin Gemayel, faðir Pierres, en hann var forseti Líbanons á níunda áratugnum. Hann talaði til mannfjöldans á bak við skothelt gler og sagðist heita því að „taka fljótlega skref í áttina til þess að barátta ykkar verði ekki til einskis“. Þeir Gemayel feðgar eru kristinnar trúar og fjölskylda þeirra er með þeim áhrifamestu í röðum kristinna íbúa landsins, sem er skipt upp í marga trúarhópa, bæði kristna og íslamska. Nærri 40 prósent landsmanna eru kristnir, um 35 prósent eru sjía-múslimar, um 20 prósent súnní-múslimar og um fimm prósent eru drúsar. Hinir kristnu íbúar landsins hafa meiri tengsl við Bandaríkin og Ísrael, en sjía-múslimarnir eru tengdir Sýrlandi sem lengi hefur haft mikil áhrif í landinu. Eftir morðið á Gemayel á þriðjudaginn óttast margir að borgarastyrjöld brjótist út á ný. Lögreglan telur að um 800 þúsund manns hafi tekið þátt í jarðarförinni og útifundinum þar sem fólkið veifaði fána landsins og myndum af Gemayel. Erlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hundruð þúsunda íbúa Líbanons fylgdu Pierre Gemayel, hinum myrta ráðherra, til grafar í gær. Útförin snerist því upp í fjölmenn mótmæli gegn Sýrlandi og áhrifum Sýrlendinga í landinu. „Önnur sjálfstæðisuppreisn hófst í dag og stefnir til breytinga. Hún mun ekki nema staðar,“ sagði Amin Gemayel, faðir Pierres, en hann var forseti Líbanons á níunda áratugnum. Hann talaði til mannfjöldans á bak við skothelt gler og sagðist heita því að „taka fljótlega skref í áttina til þess að barátta ykkar verði ekki til einskis“. Þeir Gemayel feðgar eru kristinnar trúar og fjölskylda þeirra er með þeim áhrifamestu í röðum kristinna íbúa landsins, sem er skipt upp í marga trúarhópa, bæði kristna og íslamska. Nærri 40 prósent landsmanna eru kristnir, um 35 prósent eru sjía-múslimar, um 20 prósent súnní-múslimar og um fimm prósent eru drúsar. Hinir kristnu íbúar landsins hafa meiri tengsl við Bandaríkin og Ísrael, en sjía-múslimarnir eru tengdir Sýrlandi sem lengi hefur haft mikil áhrif í landinu. Eftir morðið á Gemayel á þriðjudaginn óttast margir að borgarastyrjöld brjótist út á ný. Lögreglan telur að um 800 þúsund manns hafi tekið þátt í jarðarförinni og útifundinum þar sem fólkið veifaði fána landsins og myndum af Gemayel.
Erlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira