Hluti mæðraeftirlits nú á Landspítala 28. nóvember 2006 06:15 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Einar Sveinsson, arkitekt og húsameistari Reykjavíkur, teiknaði Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg árið 1947. Bygging þess hófst árið 1949 og var fyrsta deildin tekin í notkun fjórum árum síðar. Húsið var vígt árið 1957. HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,, Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,,
Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30