Lögin skilgreina nauðgun öðru vísi en almenningur 28. nóvember 2006 06:45 Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir segir að miða mætti skilgreiningu um nauðgun við það hvort samþykki var fyrir hendi eða ekki. Leggja ætti áherslu á kynfrelsi við skilgreiningu á nauðgun því innan hugtaksins sameinast virðing fyrir persónu þolanda, athafnafrelsi og síðast en ekki síst sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Lagalegar skilgreiningar á kynferðisbrotum í dag endurspegla ekki eðli og inntak brotanna í núgildandi kynferðisafbrotakafla almennu hegningarlaganna. Þannig eru gerendur í kynferðisofbeldismálum dæmdir eftir þremur ólíkum greinum laganna þó að brotið sé í eðli sínu það sama. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur, Afbrotið nauðgun, sem byggt var á efni meistararitgerðar hennar í lögfræði sem hún flutti á málfundi Mannréttindaskrifstofu Íslands í gær. Málþingið er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem nú stendur yfir í sextánda sinn en þar er þess freistað að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Þorbjörg bendir á að skilningur laganna á nauðgun sé allt annar en almennings. Samkvæmt lögunum sé aðeins um nauðgun að ræða ef ofbeldi eða hótun um ofbeldi kemur til. Sé það hins vegar ekki til staðar felur afbrotið ekki í sér nauðgun heldur ólögmæta kynferðisnauðung eða misneytingu sem varðar að hámarki sex ára fangelsi en nauðgun varðar allt að sextán ára fangelsi. Þorbjörg segir að núgildandi skilgreining nauðgunar feli ekki í sér næga viðurkenningu á því sem er í raun þungamiðja í afbrotinu nauðgun, það er kynfrelsi. „Kynferðislegt sjálfsforræði er einfaldlega ekki að fullu viðurkennt þegar það skiptir máli hvort gerandi er maki, hvort þolandi er ölvaður eða andlega fatlaður eða hvort „nauðgun" náðist fram með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Slík nálgun leggur kynfrelsi ekki til grundvallar, heldur nær því eingöngu fram að flokka kynferðisbrot eftir mismunandi verknaðaraðferðum." Þorbjörg segir að miða mætti skilgreiningu um nauðgun við það hvort samþykki var fyrir hendi eða ekki. Ef svarið er nei þá sé gerandinn sekur um nauðgun. Þorbjörg tók fram að frumvarp um breytingu á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, væri mjög til bóta frá því sem nú er. Í erindi sínu fjallaði Þorbjörg einnig um viðhorf til kynferðisafbrota í samfélaginu. Þar benti hún á að aðstæður skipti miklu máli og viðhorf samfélagsins hafi áhrif á lagasetninguna. Erindið var hluti af dagskránni 16 dagar gegn kynbundnu ofbeldi þar sem þess er freistað að draga slíkt ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot.fréttablaðið/gva . Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Leggja ætti áherslu á kynfrelsi við skilgreiningu á nauðgun því innan hugtaksins sameinast virðing fyrir persónu þolanda, athafnafrelsi og síðast en ekki síst sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Lagalegar skilgreiningar á kynferðisbrotum í dag endurspegla ekki eðli og inntak brotanna í núgildandi kynferðisafbrotakafla almennu hegningarlaganna. Þannig eru gerendur í kynferðisofbeldismálum dæmdir eftir þremur ólíkum greinum laganna þó að brotið sé í eðli sínu það sama. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur, Afbrotið nauðgun, sem byggt var á efni meistararitgerðar hennar í lögfræði sem hún flutti á málfundi Mannréttindaskrifstofu Íslands í gær. Málþingið er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem nú stendur yfir í sextánda sinn en þar er þess freistað að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Þorbjörg bendir á að skilningur laganna á nauðgun sé allt annar en almennings. Samkvæmt lögunum sé aðeins um nauðgun að ræða ef ofbeldi eða hótun um ofbeldi kemur til. Sé það hins vegar ekki til staðar felur afbrotið ekki í sér nauðgun heldur ólögmæta kynferðisnauðung eða misneytingu sem varðar að hámarki sex ára fangelsi en nauðgun varðar allt að sextán ára fangelsi. Þorbjörg segir að núgildandi skilgreining nauðgunar feli ekki í sér næga viðurkenningu á því sem er í raun þungamiðja í afbrotinu nauðgun, það er kynfrelsi. „Kynferðislegt sjálfsforræði er einfaldlega ekki að fullu viðurkennt þegar það skiptir máli hvort gerandi er maki, hvort þolandi er ölvaður eða andlega fatlaður eða hvort „nauðgun" náðist fram með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Slík nálgun leggur kynfrelsi ekki til grundvallar, heldur nær því eingöngu fram að flokka kynferðisbrot eftir mismunandi verknaðaraðferðum." Þorbjörg segir að miða mætti skilgreiningu um nauðgun við það hvort samþykki var fyrir hendi eða ekki. Ef svarið er nei þá sé gerandinn sekur um nauðgun. Þorbjörg tók fram að frumvarp um breytingu á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, væri mjög til bóta frá því sem nú er. Í erindi sínu fjallaði Þorbjörg einnig um viðhorf til kynferðisafbrota í samfélaginu. Þar benti hún á að aðstæður skipti miklu máli og viðhorf samfélagsins hafi áhrif á lagasetninguna. Erindið var hluti af dagskránni 16 dagar gegn kynbundnu ofbeldi þar sem þess er freistað að draga slíkt ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot.fréttablaðið/gva .
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira