Viðskipti innlent

Rafræn skráning innherja

Á mánudag verður tekið í gagnið nýtt kerfi sem heldur utan um skráningu innherja í fyrirtækjum í Kauphöll Íslands.
Á mánudag verður tekið í gagnið nýtt kerfi sem heldur utan um skráningu innherja í fyrirtækjum í Kauphöll Íslands.

Rafræn skránin og umsýsla innherjalista fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands tekur gildi næstkomandi mánudag.

Fjármálaeftirlitið hefur um nokkurt skeið unnið að smíði upplýsingakerfis utan um upplýsingarnar og sóttu um 40 regluverðir og tölvusérfræðingar frá skráðum félögum og útgefendum hlutabréfa í Kauphöllinni námskeið eftirlitsins um rafvæðingu innherjalista og regluvörslu í byrjun vikunnar.

Um áramót verður svo tekið næsta skref í notkun kerfisins sem fram að þeim tíma nær einungis til félaga með hlutabréf skráð í Kauphöllina og nær þá líka til þeirra sem eru með skráð skuldabréf.

Fjögur fyrirtæki hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um rafræn skil á innherjalistum og segir Guðmundur Thorlacius, lögfræðingur á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins, verkefnið hafa gengið vel. „Þegar kerfið verður komið í notkun mun það skila sér í tíma- og vinnusparnaði fyrir útgefendur, auk þess sem allt utanumhald um innherjalistana verður mun einfaldara en áður," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×