Viðskipti innlent

Verð á fiski úr methæðum

Verð á fiski var í hæstu hæðum á mörkuðum landsins fyrir hálfum mánuði en lækkaði um 8 prósent í síðustu viku.
Verð á fiski var í hæstu hæðum á mörkuðum landsins fyrir hálfum mánuði en lækkaði um 8 prósent í síðustu viku.

Tæp 2.100 tonn af fiski seldust á mörkuðum landsins í síðustu viku, sem er rúmlega tvöfalt meira magn en vikuna á undan. Meðalverðið var 170,46 krónur á kíló sem er 8 prósenta lækkun á milli vikna. Verðið er engu að síður hátt enda stóð fiskverð í hámarki í síðustu viku.

Tæp 1.000 tonn af ýsu seldust á mörkuðunum, þar af 125 tonn af undirmálsfiski, sem telst óvenju mikið. Meðalverð fyrir slægða ýsu var 157,82 krónur á kíló, sem er tæplega 14 krónu lækkun á milli vikna.

Þorskur var sem fyrr annar söluhæsti fiskurinn en rúmlega 640 tonn voru í boði og var meðalverðið 259,26 krónur á kíló. Til samanburðar voru einungis 266 tonn í boði vikuna á undan og var meðalverðið 265,02 krónur á kíló fyrir slægðan þorsk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×