Viðskipti innlent

Fitch staðfestir lánshæfi LÍ

Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch hefur í kjölfar árvissrar skoðunar staðfest óbreyttar lánshæfimatseinkunnir Landsbankans.

Lánshæfimatseinkunn bankans fyrir langtímaskuldbindingar er A, skammtímaeinkunn er F1, Stuðningur 2 og fjárhagslegur styrkur er B/C. Horfur lánshæfimatsins eru stöðugar, samkvæmt mati Fitch.

Matsfyrirtækið segir einkunnina endurspegla sterka stöðu bankans á heimamarkaði og breiðari tekjugrunn sem að stórum hluta skýrist af útrás bankans á erlenda markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×