Fjöldi kókaínfíkla hefur tuttugufaldast 30. nóvember 2006 05:30 Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“ Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent