Greiða 208 milljónir fyrir fjóra hektara 30. nóvember 2006 06:15 Norðlingaholt Verð fyrir lóðir í Norðlingaholti hefur hækkað stöðugt á undanförnum árum. MYND/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg. Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg.
Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira