Viðskipti innlent

Föroya Sparikassi á Euroland

Föroya Sparikassi Group, sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, er fyrsta óskráða fyrirtækið sem fær aðild að sænsku fjármálaveitunni Euroland.com.

Forvígismenn Sparikassans segja að aðgerðin sé liður í skráningarferli félagsins á markað. Finn Danberg, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Sparikassanum, segir að það sé mikilvægt að fjárfestar, lánveitendur og sérfræðingar hafi aðgang að nýjustu upplýsingum um bankans.

Þótt Sparikassinn, stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON, sé óskráð félag þá ganga hlutabréf sparisjóðsins kaupum og sölu. Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa Sparikassans hækkað um 149 prósent, en yfir níu þúsund hluthafar eiga bréf í bankanum.

Í september seldi Sparikassagrunnurin, stærsti hluthafi bankans, sautján prósent hlutafjár á genginu 330. Síðan þá hefur gengið hækkað allverulega og stendur nú í 459 dönskum krónum á hlut.

Markaðsverðmæti Föroya Sparikassi er 39 milljarðar króna.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins á fjöldi íslenskra fjárfesta bréf í Sparikassanum, þar á meðal SPRON og aðrir sparisjóðir, Eyrir og fleiri fjárfestar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×