Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi 6. desember 2006 00:01 Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Sjá meira
Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Sjá meira