Peningaskápurinn ... Milljarður í húfi 8. desember 2006 00:01 Þeir sem urðu vitni að síðustu mínútunum í leik Porto og Arsenal í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hljóta að hafa getað skemmt sér betur í lyftu. Blaðamaður á leikvarpi bresku vefsíðunnar Soccernet.com lýsti síðustu mínútunum þannig: „Ég myndi gefa ykkur snjallar lýsingar af öllum marktækifærunum og hinum frábæru hreyfingum leikmanna en ekkert slíkt hefur gerst. Leikurinn er orðinn að einni æfingu og varnarmenn Arsenal hafa haldið boltanum sín á milli síðustu fimm mínúturnar." Þessi mikla varfærni leikmanna var skiljanleg þegar haft var í huga að jafntefli dugði báðum liðum til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Talið er að hvort lið fái að minnsta kosti einn milljarð króna frá evrópskum knattspyrnuyfirvöldum fyrir það eitt að komast áfram. Fá peningana í marslokViðskiptabankarnir þrír Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing auglýsa nú allir í Lögbirtingablaðinu vegna nokkurs fjölda glataðra Sparisjóðsbóka. Vera má að beiðnum sé safnað upp til ársloka, en líklegra þykir þó að fyrir jólin hafi fleiri farið af stað til að taka út peningana sína en komist að því að bankabókin væri týnd. Lögum samkvæmt þarf nefnilega að auglýsa í Lögbirtingablaðinu eftir handhafa týndrar bókar áður en hægt er að hleypa þeim sem þykist eiga hana í reikninginn. Hafi einhver ætlað að taka út vegna jólanna verður honum ekki kápan úr því klæðinu, beðið er í þrjá mánuði eftir viðbrögðum við auglýsingunni. Reikningalistinn var lengstur hjá Kaupþingi, en ekki af því viðskiptavinir bankans séu gleymnari en hinna, heldur er hann einn um að vera enn að gefa út bankabækur. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þeir sem urðu vitni að síðustu mínútunum í leik Porto og Arsenal í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hljóta að hafa getað skemmt sér betur í lyftu. Blaðamaður á leikvarpi bresku vefsíðunnar Soccernet.com lýsti síðustu mínútunum þannig: „Ég myndi gefa ykkur snjallar lýsingar af öllum marktækifærunum og hinum frábæru hreyfingum leikmanna en ekkert slíkt hefur gerst. Leikurinn er orðinn að einni æfingu og varnarmenn Arsenal hafa haldið boltanum sín á milli síðustu fimm mínúturnar." Þessi mikla varfærni leikmanna var skiljanleg þegar haft var í huga að jafntefli dugði báðum liðum til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Talið er að hvort lið fái að minnsta kosti einn milljarð króna frá evrópskum knattspyrnuyfirvöldum fyrir það eitt að komast áfram. Fá peningana í marslokViðskiptabankarnir þrír Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing auglýsa nú allir í Lögbirtingablaðinu vegna nokkurs fjölda glataðra Sparisjóðsbóka. Vera má að beiðnum sé safnað upp til ársloka, en líklegra þykir þó að fyrir jólin hafi fleiri farið af stað til að taka út peningana sína en komist að því að bankabókin væri týnd. Lögum samkvæmt þarf nefnilega að auglýsa í Lögbirtingablaðinu eftir handhafa týndrar bókar áður en hægt er að hleypa þeim sem þykist eiga hana í reikninginn. Hafi einhver ætlað að taka út vegna jólanna verður honum ekki kápan úr því klæðinu, beðið er í þrjá mánuði eftir viðbrögðum við auglýsingunni. Reikningalistinn var lengstur hjá Kaupþingi, en ekki af því viðskiptavinir bankans séu gleymnari en hinna, heldur er hann einn um að vera enn að gefa út bankabækur.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira