Peningaskápurinn 15. desember 2006 06:00 Framkvæmdastjóri House of Fraser, John King, fékk í gær afhentar tvær fjörutíu og fjögurra blaðsíðna skýrslur fullar af athugasemdum, aðra fyrir sig sjálfan og hina handa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Í skýrslunni biðla breskir tignarmenn, stjórnmálamenn og viðskiptavinir til þeirra að láta ekki hið aldagamla og rótgróna verslunarnafn Beatties flakka en nokkrar af verslunum vöruhússins eru reknar undir því nafni. Tilefni til geðshræringar þeirra hafði Jón Ásgeir gefið eftir að Baugur, ásamt hópi fjárfesta, tók House of Fraser yfir í haust. Sagði hann það nafn ekki lengur fá hljómgrunn hjá viðskiptavinum og gaf í skyn að það yrði lagt niður. Hættuleg nýjung fyrir lygalaupaNú mega þeir sem eiga til að grípa til hvítrar lygi, eða hafa jafnvel eitthvað reglulega óhreint í pokahorninu, fara að vara sig. Netsímafyrirtækið Skype kemur brátt með lygamæli á markað sem viðskiptavinir fyrirtækisins munu geta notað með símtölum sínum í gegnum Skype. Tækið mælir hljóðbylgjur frá þeim sem talað er við og gefur svo greiningu á því hversu taugaveiklaður viðkomandi er. Það má leiða líkur að því að tækið verði óspart notað af vænisjúkum ástmönnum og -konum sem grunar maka sína um eitthvað misjafnt. Það má líka ímynda sér að það muni nýtast vel í ýmiss konar viðskiptum. Til að mynda gæti það stóraukist að kaupa sér bíl í gegnum símann, án þess að berja hann augum fyrst. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Framkvæmdastjóri House of Fraser, John King, fékk í gær afhentar tvær fjörutíu og fjögurra blaðsíðna skýrslur fullar af athugasemdum, aðra fyrir sig sjálfan og hina handa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Í skýrslunni biðla breskir tignarmenn, stjórnmálamenn og viðskiptavinir til þeirra að láta ekki hið aldagamla og rótgróna verslunarnafn Beatties flakka en nokkrar af verslunum vöruhússins eru reknar undir því nafni. Tilefni til geðshræringar þeirra hafði Jón Ásgeir gefið eftir að Baugur, ásamt hópi fjárfesta, tók House of Fraser yfir í haust. Sagði hann það nafn ekki lengur fá hljómgrunn hjá viðskiptavinum og gaf í skyn að það yrði lagt niður. Hættuleg nýjung fyrir lygalaupaNú mega þeir sem eiga til að grípa til hvítrar lygi, eða hafa jafnvel eitthvað reglulega óhreint í pokahorninu, fara að vara sig. Netsímafyrirtækið Skype kemur brátt með lygamæli á markað sem viðskiptavinir fyrirtækisins munu geta notað með símtölum sínum í gegnum Skype. Tækið mælir hljóðbylgjur frá þeim sem talað er við og gefur svo greiningu á því hversu taugaveiklaður viðkomandi er. Það má leiða líkur að því að tækið verði óspart notað af vænisjúkum ástmönnum og -konum sem grunar maka sína um eitthvað misjafnt. Það má líka ímynda sér að það muni nýtast vel í ýmiss konar viðskiptum. Til að mynda gæti það stóraukist að kaupa sér bíl í gegnum símann, án þess að berja hann augum fyrst.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira