Nýr keppnisbíll BMW-Sauber liðsins í Formúlu 1 var frumsýndur formlega í Valencia á Spáni í dag og hafa forráðamenn liðsins lofað að láta til sín taka á komandi tímabili. BMW skaffaði áður vélar fyrir lið Williams, en hefur nú keypt lið Sauber og hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil innan þriggja ára.
