Er sársaukinn söluvara? Guðmundur Gunnarsson skrifar 20. janúar 2006 01:58 Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun