Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna 26. janúar 2006 20:36 Fast var skotið á forsætisráðherra á þingi í dag. Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira