Ulrik Wibek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, sagði í samtali við danska blaðið BT í gær að hann væri ekki alveg viss hvort hann ætti að vera svekktur eða ánægður með jafnteflið við íslenska liðið á EM í Sviss í gær.
"Ég veit ekki hvort maður á að vera svekktur eða ánægður, en það er svosem betra að fá stigið en að tapa. Vörnin hjá okkur var of flöt í leiknum og við leyfðum leikstjórnanda þeirra (Snorra Steini Guðjónssyni) að skora of mörg mörk á okkur. Það hentar okkur ekki vel að spila við Íslendingana, en ég held að það fari okkur aftur mun betur að spila við Serbana. Það verður þó bara að koma í ljós á sunnudaginn," sagði Wibek.