Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford byrjar vel í Svíþjóðarrallinu sem nú stendur yfir. Grönholm hefur 19 sekúndna forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb á Citroen sem er í öðru sæti, en landi Grönholm Mikko Hirvonen er þriðji. Grönholm sigraði í fyrst keppni ársins í Monte Carlo fyrir hálfum mánuði.
Sport