Icelandair Group í Kauphöllina 10. febrúar 2006 13:46 MYND/Vísir Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira