Stjórarnir vilja vinnufrið 13. febrúar 2006 15:30 Curbishley vill fá vinnufrið þangað til í vor NordicPhotos/GettyImages Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira