Innlent

Tap á flugrekstri FinnAr

MYND/image forum

Tap finnska flugfélagsins Finnair nam 220 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi. Á sama tímabili árið 2004 var um 250 milljóna króna hagnaður af starfseminni. Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt eldsneytisverð og aukinn launakostnaður séu aðal ástæður fyrir tapi en sölutekjur jukust um 7,5% milli ára. Allt árið í fyrra nam hagnaður félagsins um fimm milljörðum íslenskra króna og er gert ráð fyrir hagnaði í ár. Straumur-Burðarás er annar stærsti hluthafinn með rúm 10 prósent og FL Group er þriðji stærsti hluthafinn með 6,2 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×