Clinton, Blair og Annan á karlaráðstefnu? 22. febrúar 2006 22:22 Frá fundi Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Halldórs Ásgrímssonar fyrr í dag. MYND/AP Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðið þremur af leiðtogum heimsins til alþjóðlegrar karlaráðstefnu um jafnréttismál sem haldin verður hér á landi í haust. Svör frá leiðtogunum hafa ekki borist en ráðherrann mun kynna ráðstefnuna á fundi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Ráðstefnan kemur í framhaldi af karlaráðstefnu um sem haldin var hér á landi 1. desember síðastliðinn en þá lýsti félagsmálaráðherra því yfir að hann hygðist stefna hingað körlum heimsins til þess að ræða jafnréttismál. Undirbúningur ráðstefnunnar er langt á veg komin og verður hún haldin í september, en nákvæm tímasetning og fundarstaður hafa ekki verið ákveðinn. Ráðherra hefur skrifað þremur valinkunnum leiðtogum á alþjóðavettvangi bréf og boðið þeim á ráðstefnuna. Þetta eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Aðspurður hvenær svara sé að vænta frá leiðtogunum segir Árni að það verði að koma í ljós. Þeir hafi sinn tíma til að svara því og dagskrá þeirra sé þétt og hann viti ekki hversu miklar vonir menn eigi að gefa sér en hann vonist til þess að einhver þeirra þiggi boðið og stjórnvöldum takist að gera ráðstefnuna sýnilega því þetta snúist um það að þjóðir heimsins átti sig á því að jafnréttismál séu ekki síður mál karla en kvenna. Aðspurður hvort fleiri heimsþekktum leiðtogum verði boðið segir Árni að það verði að koma í ljós. Hann hafi greint norrænum starfsbræðrum sínum frá því að hann hafi áhuga á að efna til ráðstefnunnar og þá muni hann einnig segja frá henni á þingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Hann vonist því til að þetta njóti nokkurrar athygli. Ljóst er að ef leiðtogarnir þrír koma hingað til lands þarf að hafa töluverðan öryggisviðbúnað í tengslum við ráðstefnuna. Árni segir að tekið verði á því máli ef leiðtogarnir boði komu sína. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðið þremur af leiðtogum heimsins til alþjóðlegrar karlaráðstefnu um jafnréttismál sem haldin verður hér á landi í haust. Svör frá leiðtogunum hafa ekki borist en ráðherrann mun kynna ráðstefnuna á fundi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Ráðstefnan kemur í framhaldi af karlaráðstefnu um sem haldin var hér á landi 1. desember síðastliðinn en þá lýsti félagsmálaráðherra því yfir að hann hygðist stefna hingað körlum heimsins til þess að ræða jafnréttismál. Undirbúningur ráðstefnunnar er langt á veg komin og verður hún haldin í september, en nákvæm tímasetning og fundarstaður hafa ekki verið ákveðinn. Ráðherra hefur skrifað þremur valinkunnum leiðtogum á alþjóðavettvangi bréf og boðið þeim á ráðstefnuna. Þetta eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Aðspurður hvenær svara sé að vænta frá leiðtogunum segir Árni að það verði að koma í ljós. Þeir hafi sinn tíma til að svara því og dagskrá þeirra sé þétt og hann viti ekki hversu miklar vonir menn eigi að gefa sér en hann vonist til þess að einhver þeirra þiggi boðið og stjórnvöldum takist að gera ráðstefnuna sýnilega því þetta snúist um það að þjóðir heimsins átti sig á því að jafnréttismál séu ekki síður mál karla en kvenna. Aðspurður hvort fleiri heimsþekktum leiðtogum verði boðið segir Árni að það verði að koma í ljós. Hann hafi greint norrænum starfsbræðrum sínum frá því að hann hafi áhuga á að efna til ráðstefnunnar og þá muni hann einnig segja frá henni á þingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Hann vonist því til að þetta njóti nokkurrar athygli. Ljóst er að ef leiðtogarnir þrír koma hingað til lands þarf að hafa töluverðan öryggisviðbúnað í tengslum við ráðstefnuna. Árni segir að tekið verði á því máli ef leiðtogarnir boði komu sína.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira