Kynningarfundir vegna Kötlu enn í gangi 7. mars 2006 00:01 MYND/AVR Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi. Katla Kötlufréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi.
Katla Kötlufréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira