"Dómarinn lét Fulham hafa áhrif á sig" 19. mars 2006 20:14 Mourinho var eins og hljómsveitarstjóri á hliðarlínunni í kvöld. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Sjá meira
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Sjá meira