Æfa viðbrögð við Kötluvá 24. mars 2006 13:23 Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl. Æfingin verður tvískipt; laugardaginn 25. mars verður æft í Vestur-Skaftafellssýslu og sunnudaginn 26. mars í Rangárvallasýslu. Ef um raunverulegan atburð væri að ræða væru áætlanir virkjaðar fyrir bæði svæði í einu en í æfingaskyni var ákveðið að skipta þessu svona til þess að geta betur fylgst með framgangi æfingarinnar á hvoru svæði fyrir sig. Þetta verkefni er margþætt og hefur verið undirbúið af kostgæfni til að markmiðum æfingarinnar verði náð. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu. Þannig er ætlunin að virkja íbúa sem eru á rýmingarsvæðunum til þess að rýma hús sín og skrá sig í fjöldahjálparstöðvum. Í kjölfar hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum hefur verið unnið að viðbragðsáætlun fyrir þau svæði í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu sem eru á áhrifasvæði þessara eldstöðva. Til að tryggja samhæfingu allra þeirra sem gegna lykilhlutverki við slíka atburði er ritstjórn viðbragðsáætlana í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans. Ljóst er að mörg sveitarfélög eiga hagsmuna að gæta þegar eldgos með tilheyrandi jökulhlaupi brýst út í Mýrdaljökli. Allir íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu er hvattir til þess að taka þátt í æfingunni og hjálpa til við gera hana sem raunverulegasta. Þeir munu fá boð frá Neyðarlínunni með SMS og talskilaboðum um að æfingin sé hafin og þeir beðnir að fara í fjöldahjálparstöðvar á viðkomandi svæði. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt en það gefur raunverulegar upplýsingar um hversu langan tíma rýmingin tekur. Það er von allra, sem standa að undirbúningi Bergrisans, að íbúar sjái sér hag í þátttöku. Að undirbúningi æfingarinnar hafa komið fulltrúar frá öllum lögregluumdæmunum á áhrifasvæðinu auk fulltrúa fjölmargra viðbragðsaðila, stofnana og fyrirtækja. Einnig hafa veitufyrirtækin á svæðinu komið að undirbúningi æfingarinnar og munu þau æfa sínar viðbragðsáætlanir samhliða. Almennt markmið æfingarinnar er að hún sé sem raunverulegust og verkefnin valin með hliðsjón af vandamálum, sem líklegt er að komi upp í raunverulegu eldgosi og sem mikilvægt er að æfa, t.a.m. flutningur rúmliggjandi einstaklinga og þeirra sem neita að yfirgefa heimili sín. Að öðru leyti eru markmiðin þau að: · Æfa alla þætti viðbragðsáætlunarinnar og gera þannig viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæfari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð í viðbragðsáætluninni. · Gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um sem réttust viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum og jökulhlaupa og öskufalls því tengdu. · Draga fram lærdóm, nýta lærdóminn til endurbóta á viðbragðsáætluninni. Báða æfingadagana mun Bergrisinn byrja milli kl. 09.00 og 11.00 og standa til kl.18:00. · Föstudaginn 24. mars kl.16:00 verður sameiginleg fjarskiptaæfing þar sem boðleiðir verða prófaðar á öllu svæðinu. · Laugardaginn 25. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Vestur-Skaftafellssýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Sunnudaginn 26. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Rangárvallasýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Mánudaginn 27. mars verða haldnir rýnifundir í héraði þar sem þátttakendur í æfingunni, stjórnendur og starfsfólk bakskipulags leggja fram athugasemdir til umræðu. Þær fara síðan inn í skýrslu um niðurstöðu æfingarinnar sem verður gefin út í maí 2006. · Miðvikudaginn 29. mars verður sameiginlegur úrvinnslufundur í Reykjavík með stjórnendum í héraði, í samhæfingarstöð og æfingastjórn, þar sem farið verður yfir æfinguna og hún rýnd til gagns. Niðurstöður fara í skýrslu um æfinguna sem gefin verður út í maí 2006. Katla Kötlufréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl. Æfingin verður tvískipt; laugardaginn 25. mars verður æft í Vestur-Skaftafellssýslu og sunnudaginn 26. mars í Rangárvallasýslu. Ef um raunverulegan atburð væri að ræða væru áætlanir virkjaðar fyrir bæði svæði í einu en í æfingaskyni var ákveðið að skipta þessu svona til þess að geta betur fylgst með framgangi æfingarinnar á hvoru svæði fyrir sig. Þetta verkefni er margþætt og hefur verið undirbúið af kostgæfni til að markmiðum æfingarinnar verði náð. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu. Þannig er ætlunin að virkja íbúa sem eru á rýmingarsvæðunum til þess að rýma hús sín og skrá sig í fjöldahjálparstöðvum. Í kjölfar hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum hefur verið unnið að viðbragðsáætlun fyrir þau svæði í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu sem eru á áhrifasvæði þessara eldstöðva. Til að tryggja samhæfingu allra þeirra sem gegna lykilhlutverki við slíka atburði er ritstjórn viðbragðsáætlana í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans. Ljóst er að mörg sveitarfélög eiga hagsmuna að gæta þegar eldgos með tilheyrandi jökulhlaupi brýst út í Mýrdaljökli. Allir íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu er hvattir til þess að taka þátt í æfingunni og hjálpa til við gera hana sem raunverulegasta. Þeir munu fá boð frá Neyðarlínunni með SMS og talskilaboðum um að æfingin sé hafin og þeir beðnir að fara í fjöldahjálparstöðvar á viðkomandi svæði. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt en það gefur raunverulegar upplýsingar um hversu langan tíma rýmingin tekur. Það er von allra, sem standa að undirbúningi Bergrisans, að íbúar sjái sér hag í þátttöku. Að undirbúningi æfingarinnar hafa komið fulltrúar frá öllum lögregluumdæmunum á áhrifasvæðinu auk fulltrúa fjölmargra viðbragðsaðila, stofnana og fyrirtækja. Einnig hafa veitufyrirtækin á svæðinu komið að undirbúningi æfingarinnar og munu þau æfa sínar viðbragðsáætlanir samhliða. Almennt markmið æfingarinnar er að hún sé sem raunverulegust og verkefnin valin með hliðsjón af vandamálum, sem líklegt er að komi upp í raunverulegu eldgosi og sem mikilvægt er að æfa, t.a.m. flutningur rúmliggjandi einstaklinga og þeirra sem neita að yfirgefa heimili sín. Að öðru leyti eru markmiðin þau að: · Æfa alla þætti viðbragðsáætlunarinnar og gera þannig viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæfari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð í viðbragðsáætluninni. · Gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um sem réttust viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum og jökulhlaupa og öskufalls því tengdu. · Draga fram lærdóm, nýta lærdóminn til endurbóta á viðbragðsáætluninni. Báða æfingadagana mun Bergrisinn byrja milli kl. 09.00 og 11.00 og standa til kl.18:00. · Föstudaginn 24. mars kl.16:00 verður sameiginleg fjarskiptaæfing þar sem boðleiðir verða prófaðar á öllu svæðinu. · Laugardaginn 25. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Vestur-Skaftafellssýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Sunnudaginn 26. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Rangárvallasýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Mánudaginn 27. mars verða haldnir rýnifundir í héraði þar sem þátttakendur í æfingunni, stjórnendur og starfsfólk bakskipulags leggja fram athugasemdir til umræðu. Þær fara síðan inn í skýrslu um niðurstöðu æfingarinnar sem verður gefin út í maí 2006. · Miðvikudaginn 29. mars verður sameiginlegur úrvinnslufundur í Reykjavík með stjórnendum í héraði, í samhæfingarstöð og æfingastjórn, þar sem farið verður yfir æfinguna og hún rýnd til gagns. Niðurstöður fara í skýrslu um æfinguna sem gefin verður út í maí 2006.
Katla Kötlufréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira