Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki 28. mars 2006 15:29 Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að sjóðsstaða Sindan nemi um 14 milljónum evra og að engar skuldir séu teknar yfir við kaupin. Kaupin á Sindan opna leið Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa. Með kaupunum fær Actavis aðgang að markaðs- og dreifingarkerfi Sindan í 6 löndum auk þess að fá aðgang að sérhæfðum þróunar- og framleiðslueiningum, sem er grunnur að frekari vexti. Sindan var stofnað 1991 og starfa um 220 manns hjá því. Félagið sem er með höfuðstöðvar í Búkarest í Rúmeníu, er leiðandi í þróun og framleiðslu samheita-krabbameinslyfja í Evrópu og stærsti birgi rúmenskra sjúkrahúsa. Sindan þróar, framleiðir og dreifir miklu úrvali krabbameinslyfja, í formi taflna, hylkja og stungulyfja og helstu markaðir félagsins eru Rúmenía, Bretland, Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Að auki hefur Sindan haft leiðandi stöðu á mörkuðum í Mið- og Austur-Evrópu en lyf félagsins eru auk þess seld í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rússlandi. Tekjur Sindan nær tvöfölduðust á tímabilinu 2002-2005, sem samsvarar um 26 prósenta árlegum vexti. Samkvæmt óendurskoðuðum reikningum félagsins fyrir árið 2005, námu tekjur þess um 68 milljónum evra (5,9 milljarðar króna) og EBITDA var um 16,6 miljónir evra (1,5 milljarðar króna), að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að sjóðsstaða Sindan nemi um 14 milljónum evra og að engar skuldir séu teknar yfir við kaupin. Kaupin á Sindan opna leið Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa. Með kaupunum fær Actavis aðgang að markaðs- og dreifingarkerfi Sindan í 6 löndum auk þess að fá aðgang að sérhæfðum þróunar- og framleiðslueiningum, sem er grunnur að frekari vexti. Sindan var stofnað 1991 og starfa um 220 manns hjá því. Félagið sem er með höfuðstöðvar í Búkarest í Rúmeníu, er leiðandi í þróun og framleiðslu samheita-krabbameinslyfja í Evrópu og stærsti birgi rúmenskra sjúkrahúsa. Sindan þróar, framleiðir og dreifir miklu úrvali krabbameinslyfja, í formi taflna, hylkja og stungulyfja og helstu markaðir félagsins eru Rúmenía, Bretland, Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Að auki hefur Sindan haft leiðandi stöðu á mörkuðum í Mið- og Austur-Evrópu en lyf félagsins eru auk þess seld í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rússlandi. Tekjur Sindan nær tvöfölduðust á tímabilinu 2002-2005, sem samsvarar um 26 prósenta árlegum vexti. Samkvæmt óendurskoðuðum reikningum félagsins fyrir árið 2005, námu tekjur þess um 68 milljónum evra (5,9 milljarðar króna) og EBITDA var um 16,6 miljónir evra (1,5 milljarðar króna), að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira