Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki 28. mars 2006 15:29 Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að sjóðsstaða Sindan nemi um 14 milljónum evra og að engar skuldir séu teknar yfir við kaupin. Kaupin á Sindan opna leið Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa. Með kaupunum fær Actavis aðgang að markaðs- og dreifingarkerfi Sindan í 6 löndum auk þess að fá aðgang að sérhæfðum þróunar- og framleiðslueiningum, sem er grunnur að frekari vexti. Sindan var stofnað 1991 og starfa um 220 manns hjá því. Félagið sem er með höfuðstöðvar í Búkarest í Rúmeníu, er leiðandi í þróun og framleiðslu samheita-krabbameinslyfja í Evrópu og stærsti birgi rúmenskra sjúkrahúsa. Sindan þróar, framleiðir og dreifir miklu úrvali krabbameinslyfja, í formi taflna, hylkja og stungulyfja og helstu markaðir félagsins eru Rúmenía, Bretland, Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Að auki hefur Sindan haft leiðandi stöðu á mörkuðum í Mið- og Austur-Evrópu en lyf félagsins eru auk þess seld í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rússlandi. Tekjur Sindan nær tvöfölduðust á tímabilinu 2002-2005, sem samsvarar um 26 prósenta árlegum vexti. Samkvæmt óendurskoðuðum reikningum félagsins fyrir árið 2005, námu tekjur þess um 68 milljónum evra (5,9 milljarðar króna) og EBITDA var um 16,6 miljónir evra (1,5 milljarðar króna), að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að sjóðsstaða Sindan nemi um 14 milljónum evra og að engar skuldir séu teknar yfir við kaupin. Kaupin á Sindan opna leið Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa. Með kaupunum fær Actavis aðgang að markaðs- og dreifingarkerfi Sindan í 6 löndum auk þess að fá aðgang að sérhæfðum þróunar- og framleiðslueiningum, sem er grunnur að frekari vexti. Sindan var stofnað 1991 og starfa um 220 manns hjá því. Félagið sem er með höfuðstöðvar í Búkarest í Rúmeníu, er leiðandi í þróun og framleiðslu samheita-krabbameinslyfja í Evrópu og stærsti birgi rúmenskra sjúkrahúsa. Sindan þróar, framleiðir og dreifir miklu úrvali krabbameinslyfja, í formi taflna, hylkja og stungulyfja og helstu markaðir félagsins eru Rúmenía, Bretland, Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Að auki hefur Sindan haft leiðandi stöðu á mörkuðum í Mið- og Austur-Evrópu en lyf félagsins eru auk þess seld í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rússlandi. Tekjur Sindan nær tvöfölduðust á tímabilinu 2002-2005, sem samsvarar um 26 prósenta árlegum vexti. Samkvæmt óendurskoðuðum reikningum félagsins fyrir árið 2005, námu tekjur þess um 68 milljónum evra (5,9 milljarðar króna) og EBITDA var um 16,6 miljónir evra (1,5 milljarðar króna), að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira