Karlmaður um þrítugt sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Reykjanesbrautinni í dag er nú haldið sofandi á gjörgæsludeild Landsspítala-Háskólasjúkrahús. Slysið varð á fjórða tímanum í dag. Lögreglan telur að ökumaður hafi misst stjórn misst stjórn á jeppabifreið sinni við Grindarvíkurafleggjarann og velt henni.
Slasaðist alvarlega í veltu á Reykjanesbrautinni
