Innlent

AFA krefst þess að vandi öldrunarheimila verði leystur strax

MYND/Róbert

Aðstandendafélag aldraðra krefst þess að vandi öldrunarheimila verði tafarlaust leystur með hækkun daggjalda og hækkun launa ófaglærðra starfsmanna heimilanna. Ef lausn finnst ekki á launadeilu starfsmanna hefst vikulangt setuverkfall eftir níu daga.

Í fréttatilkynningu frá Aðstandendafélagi aldraðra er bent á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að raunkostnaður við rekstur öldrunarheimila sé að meðaltali tíu prósentum hærri en daggjöldin sem heimilin fá frá ríkinu. Daggjöldin eru nú ákveðin einhliða af heilbrigðisráðherra, án samráðs við fulltrúa sjálfseignarstofnana í heilbrigðisþjónustu.

Reynir segir að launin verði að hækka til þess að binda enda á mannekluvandamál stofnananna, þar sem mikill tími og orka fer í að þjálfa endalaust upp nýtt starfsfólk.

Eitt af baráttumálum aðstandendafélags aldraðra er að öldrunarmál verði flutt alfarið til sveitarfélaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×