Hafa náð meira af amfetamíni nú en allt árið í fyrra 18. apríl 2006 18:45 Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það sem af er árinu segja bráðabirgðatölu frá ríkislögreglustjóra að þegar hafi náðst 9,4 kíló af amfetamíni og er þá ekki talið með umfangsmikla málið sem NFS sagði frá í fréttum í gærkvöldi. Þar er um að ræða samkvæmt heimildum á þriðja tug kílóa af hassi og amfetamíni og því ljóst að árangurinn er mun betri í ár heldur en allt árið í fyrra þegar náðust rúm fjórtán kíló. Málið sem nú er til rannsóknar hjá Lögreglunni í Reykjvík kom fyrst upp þann þriðja apríl síðastliðinn þegar tollgæslan fann fíkniefnin í notaðri fólksbifreið sem flutt hafði verið til landsins. Lögreglan lét til skarar skríða að kvöldi skírdags þegar þrír menn tæmdu bílinn af fíkniefnum í iðnaðarhúsi á Höfðanum í Reykjavík. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur var úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Einn Íslendinganna kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það ár fundust átta kíló af amfetamíni sem flutt voru inn með Dettifossi frá Hollandi. Tveir Íslendingar voru handteknir ytra. Sá síðarnefndi var ekki framseldur þar sem hann var ekki talinn tengjast innflutningnum en við húsleit í Hollandi þar sem hann dvaldi fannst kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana. Ásamt Íslendingnum tengdist málinu Hollendingur sem húsleitin var gerð hjá. Nú hefur Íslendingurinn hins vegar verið handtekinn vegna málsins sem upp komst á skírdag en þar fundust, samkvæmt heimildum, á milli tuttugu og þrjátíu kíló af fíkniefnum. Óstaðfestar heimildir herma að Hollendingur sem nú situr í haldi íslensku lögreglunnar sé sá sem Íslendingurinn bjó hjá á sínum tíma úti í Hollandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það sem af er árinu segja bráðabirgðatölu frá ríkislögreglustjóra að þegar hafi náðst 9,4 kíló af amfetamíni og er þá ekki talið með umfangsmikla málið sem NFS sagði frá í fréttum í gærkvöldi. Þar er um að ræða samkvæmt heimildum á þriðja tug kílóa af hassi og amfetamíni og því ljóst að árangurinn er mun betri í ár heldur en allt árið í fyrra þegar náðust rúm fjórtán kíló. Málið sem nú er til rannsóknar hjá Lögreglunni í Reykjvík kom fyrst upp þann þriðja apríl síðastliðinn þegar tollgæslan fann fíkniefnin í notaðri fólksbifreið sem flutt hafði verið til landsins. Lögreglan lét til skarar skríða að kvöldi skírdags þegar þrír menn tæmdu bílinn af fíkniefnum í iðnaðarhúsi á Höfðanum í Reykjavík. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur var úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Einn Íslendinganna kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Það ár fundust átta kíló af amfetamíni sem flutt voru inn með Dettifossi frá Hollandi. Tveir Íslendingar voru handteknir ytra. Sá síðarnefndi var ekki framseldur þar sem hann var ekki talinn tengjast innflutningnum en við húsleit í Hollandi þar sem hann dvaldi fannst kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana. Ásamt Íslendingnum tengdist málinu Hollendingur sem húsleitin var gerð hjá. Nú hefur Íslendingurinn hins vegar verið handtekinn vegna málsins sem upp komst á skírdag en þar fundust, samkvæmt heimildum, á milli tuttugu og þrjátíu kíló af fíkniefnum. Óstaðfestar heimildir herma að Hollendingur sem nú situr í haldi íslensku lögreglunnar sé sá sem Íslendingurinn bjó hjá á sínum tíma úti í Hollandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira