Stefna á meirihluta í bæjarstjórn 19. apríl 2006 19:00 Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna.
Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira